Ný reglugerð um takmarkað skólahald hefur tekið gildi og eru helstu breytingar þessar:
- Grunnskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi, þ.m.t. íþróttastarfi, í skólabyggingum með 2 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks. Sé starfsfólki ekki unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun sín á milli og gagnvart nemendum skal það nota andlitsgrímur. Ekki skulu vera fleiri en 20 starfsmenn í hverju rými, þó er starfsmönnum heimilt að fara milli hópa og rýma.
- Nemendur eru undanþegnir 2 metra nálægðartakmörkun og grímuskyldu. Ekki skulu vera fleiri en 50 nemendur í hverju rými. Blöndun milli hópa innan skóla er heimil.
- Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, sem og í mötuneytum og skólaakstri, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun að því gefnu að starfsfólk noti andlitsgrímu.
- Viðburðir tengdir starfi eða félagslífi grunnskóla, svo sem fyrirlestrar, upplestrarkeppnir o.fl., eru óheimilir fyrir aðra en nemendur og kennara.
- Aðrir sem koma inn í grunnskóla, svo sem vegna vöruflutninga, skulu halda 2 metra nálægðartakmörkun, bera andlitsgrímur og gæta sóttvarnaráðstafana.
- Sömu takmarkanir og kveðið er á um í þessari grein gilda um frístundaheimili og félagsmiðstöðvar fyrir nemendur. Þó þarf ekki að halda sömu hópaskiptingu og er í grunnskólastarfi.
- Ráðstafanir skulu gerðar til að þrífa og sótthreinsa byggingar eftir hvern dag og milli hópa í sama rými
- Skólaíþróttir og skólasund - :Með vísan til 1. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 356/2021, um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar, þar sem segir að grunnskólum sé heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi, þ.m.t. íþróttastarfi, í skólabyggingum með 2 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks, telur ráðuneytið að sveitarfélögum sé þar með heimilt að ákveða að opna sundlaugar fyrir skólasund, án þess að óska þurfi eftir undanþágu frá ráðuneytinu