Hin vinsælu spilakvöld skólafélagsins Asks fóru af stað s.l. fimmtudagskvöld og var fjölmennt eins og endranær. Spilað var á sjö borðum og var ekki að sjá annað en að allir hafi haft gaman af.
Þátttakendur voru á öllum aldri og veitt voru verðlaun fyrir stigahæstu konuna og stigahæsta karlinn auk setuverðlauna.
Í þetta sinn voru það nemendur KBS sem hrepptu verðlaunin, Pétur Yngvi Davíðsson varð stigahæsti karlinn og Signý Heiða Þormarsdóttir varð stigahæsta konan. Vinningar voru ekki af verri endanum, þriggja rétta kvöldverður í boði Hótels Klausturs fyrir tvo auk girnilegra lakkríspoka, gefandi Gvendakjör. Það voru svo fjórir sem voru jafnir þegar kom að setuverðlaunum og var það Rúnar Smári Ragnarsson Blandon sem hreppti þau, kerti og spil, gefandi Random- Klausturbúð. Skólafélagið seldið síðan veitingar í hléi en allur ágóði fer í ferðasjóð nemenda.
Næsta spilakvöld verður fimtudaginn 23. nóvember í matsal skólans og hefst stundvíslega kl. 19.30.
Rétt er að taka fram allir sem hafa gaman af að spila félagsvist eru velkomnir, ungir sem gamlir.
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .