Tæknin kemur til bjargar :)

 

S.l. miðvikudag fengu nemendur 3.-4.b og 6.-7. bekkjar skemmtilega fjarheimsókn en það var rithöfundurinn vinsæli Ævar Þór Benediktsson, eða vísindamaðurinn landsþekkti.

Hann las upp úr nýrri bók sinni Þín eigin undirdjúp og fékk góðar undirtektir hjá nemendum. Að lestri loknum gafst tækifæri fyrir nemendur að spjalla við Ævar og spyrja spurninga.

Frábært framtak hjá Ævari sem er skólum landsins að kostnaðarlausu.

Kærar þakkir fyrir heimsóknina  Ævar !

  

Ævar rithöfundurÆvar rithöfundur