Þorgrímur Þráinson kemur í heimsókn 4. september.

Þorgrímur mun vera með fyrirlestur fyrir unglingadeild;
Verum ástfangin af lífinu, fyrir nemendur í unglingadeild. Hér er um hvatningarfyrirlestur að ræða en Þorgrímur brýnir fyrir nemendum að bera ábyrgð á sjálfum sér, sýna samkennd og þrautseigju, koma fallega fram, gera góðverk, sinna litlu hlutunum daglega og setja sér markmið. 
 
Hinsvegar verður fyrirlestur fyrir miðdeild:
TENDRUM LJÓS FYRIR LESTRI, sem mennta- og barnamálaráðherra hjálpaði til við að  bjóða uppá í skólum landsins
 
Við hlökkum til að fá Þorgrím í heimsókn.