Kæru sveitungar og gestir !
Minnum á opið hús í Kirkjubæjarskóla á morgun, föstudag frá kl. 12.00-14.00- Allir hjartanlega velkomnir!
Gestum og gangandi er m.a. boðið að bragða á veitingum, fá sér minjagripi, hlusta á jákvæðar fréttir og rifja upp gamlar minningar um Z-una góðu sem eitt sinn var hluti af stafrófi okkar og skreytti bílnúmeraplötur Skaftfellinga
Ekki er rukkaður aðgangseyri né innheimt sérstaklega fyrir veitingar og/eða minjagripi heldur eru gestir beðnir um að leggja fram frjálst framlag í sérstaka söfnunarbauka,sem verða staðsettir víðsvegar um skólann. Sú fjárhæð sem safnast mun verða afhent Krabbameinsfélagi V- Skaftafellssýslu til styrktar þeirra góða starfi.
Verið öll hjartanlega velkomin 😊
Nemendur og starfsfólk KBS
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .